top of page
Search
  • birkirfreyr00

Smákökur




















Hér erum við með þrjár smákökur sem amma bakar alltaf á jólunum og það eru varla jól ef þessar smá kökur væru ekki bakaðar. Amma bakar einnig alltaf auka skammt af þessum smákökum til að senda suður til syni hennar, þessaar kökur heita Mömmukökur, Súkkulaðibitakökur og Piparkökur.


Uppskriftir

Mömmukökur

8 bollar hveiti

1 og ½ bolli sykur

4 tsk. matarsódi

150 g smjörlíki

4 egg

2 bollar sýróp (ein lítil dós)

Krem

flórsykur, smjör, vanilludropar og eitt egg hrært vel saman.

Aðferð

öllu blandað saman í hrærivél og hnoðað vel saman. Flatt út með kökukefli í þunnt lag, skornar út allar kökur jafn stórar og bakið við 160 gráður í 8 – 10 mínútur. Settar saman tvær og tvær með hvítu smjörkremi.


Súkkulaðibitakökur

½ bolli smjörlíki

½ bolli sykur

½ bolli púðursykur

1 egg

1 og ½ bolli hveiti

½ tsk. matarsódi

¼ tsk. salt

½ bolli kókós mjöl

200 g saxað súkkulaði

Aðferð

smjörlíki, sykri og púðursykri hrært vel saman, síðan egginu bætt við og hrært smá. Þurrefni og súkkulaði sett saman við og hrært, notið teskeið og búið til litlar kúlur og raðað á plötu, bakað við 200 gráðu í sirka 10 mínútur.


Piparkökur

500 g hveiti

500 g púðursykur

250 g smjörlíki

2 egg

2 tsk. lyftiduft

2 tsk. matarsódi

2 tsk. engifer

1 tsk. negull

Aðferð

púðursykur og smjörlíkið hrært vel saman, einu eggi í einu bætt við og þeytt á milli. Öllum þurrefnum blandað saman við og hrært saman. Búnar til litlar kúlur og settar á plötu, bakað við 180 gráður í 10 – 12 mínútur

1 view

Recent Posts

See All
bottom of page