top of page
Search
  • birkirfreyr00

brún vínarterta


















Uppskrift

450 g sykur

450 g smjörlíki

8 stk. egg

430 g hveiti

65 g kakó

1 tsk. brúnkökukrydd (amma sleppir því alltaf)

1 tsk. kanill

½ tsk. engifer

½ tsk. negull

½ tsk. vanilludropar

1 tsk. lyftuduft

Smjörkrem

flórsykur, smjör vanilludropar og eitt egg hrært vel saman.

Aðferð

Smjörlíki og sykur hrært saman og eggjunum blandað saman við eitt í einu síðan eru þurrefnunum blandað við og hrært rólega þangað til að deigið er komið vel saman. Deiginu er síðan skipt niður í fjóra hluta og smurt á pappír og reynt að hafa botnana jafnstóra og jafnþykka. Bakað á 220 gráðum í 10 – 12 mínútur. Síðan er smurt smjörkrem á milli botnanna.

1 view

Recent Posts

See All
bottom of page